Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. febrúar 2023 23:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Guðmunda Brynja skoraði þrennu í stórsigri HK
Guðmunda komin í HK.
Guðmunda komin í HK.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrstu umferðinni í B deild Lengjubikars kvenna lauk í dag með tveimur leikjum.


Víkingur lagði Augnablik á útivelli en Víkingur komst í 3-0 áður en Kristín Kjartansdóttir klóraði í bakkann fyrir Augnablik. Það var hins vegar Víkingur sem átti síðasta orðið en Nadía Atladóttir negldi síðasta naglann í kistu Augnabliks, 4-1 lokatölur.

HK valtaði yfir Fram á Framvellinum þar sem Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði þrennu í 6-0 sigri HK.

Þá var einnig markaleikur í C deildinni þar sem Fjölnir vann KH 5-2.

Lengjubikar kvenna - B-deild

Augnablik 1 - 4 Víkingur R.
0-1 Bergdís Sveinsdóttir ('8 )
0-2 Tara Jónsdóttir ('36 )
0-3 Bergdís Sveinsdóttir ('53 , Mark úr víti)
1-3 Kristín Kjartansdóttir ('76 )
1-4 Nadía Atladóttir ('83 )

Fram 0 - 6 HK
0-1 Kristín Anítudóttir Mcmillan ('3 )
0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir ('43 )
0-3 Brookelynn Paige Entz ('45 )
0-4 Guðmunda Brynja Óladóttir ('55 )
0-5 Emma Sól Aradóttir ('57 )
0-6 Guðmunda Brynja Óladóttir ('90 )

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1

Fjölnir 5 - 2 KH
1-0 Freyja Dís Hreinsdóttir ('17 )
2-0 Harpa Sól Sigurðardóttir ('21 )
2-1 Ágústa María Valtýsdóttir ('28 )
3-1 Aníta Björg Sölvadóttir ('54 )
3-2 Ástrós Lilja Lárusdóttir ('58 )
4-2 Aníta Björg Sölvadóttir ('75 )
5-2 María Sól Magnúsdóttir ('86 )


Athugasemdir
banner
banner
banner