Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. febrúar 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: GG kom til baka í síðari hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Einn leikur fór fram í Lengjubikarnum í kvöld en þar mættust Berserkir/Mídas og GG í riðli 3 í C deild.


Staðan var jöfn, 1-1 í hálfleik en Berserkir komust yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í þeim síðari.

GG Jafnaði metin í annað sinn í leiknum eftir klukkutíma leik og náðu í stigin þrjú með sigurmarkinu örfáum mínútum síðar.

Þetta var fyrsti leikur liðanna á mótinu og GG fer því á toppinn með jafn mörg stig og KFR sem vann Létti 2-1 í fyrri leik riðilsins.

Berserkir/Mídas 2-3 GG
1-0 Tómas Helgi Ágústsson Hafberg ('26 )
1-1 Hörður Kárason ('45 )
2-1 Tristan Egill Elvuson Hirt ('55 , Mark úr víti)
2-2 Adam Frank Grétarsson ('60 )
2-3 Haukur Snær Hlynsson ('67 )


Athugasemdir
banner
banner