Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Man City ætlar að stækka Etihad leikvanginn
Mynd: Getty Images
Manchester City ætlar að stækka heimavöll sinn, Etihad völlinn, svo hann mun taka yfir 60 þúsund áhorfendur eftir breytinguna.

Í dag tekur leikvangurinn yfir 53 þúsund áhorfendur en í tilkynningu frá City kemur fram að stækka eigi efri hluta norðurstúkunnar og byggja við hana sérstakt stuðningsmannasvæði sem hægt sé að næta allt árið um kring.

Þar verði safn, hótel og ný verslun félagsins.

Etihad er fimmti stærsti leikvangurinn í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal er í fjórða sæti listans með 60,704 áhorfendur.

Á tímabilinu 2021-22 var innkoma City á leikdögum 54 milljónir punda, talsvert minna en hjá Arsenal sem var með 80 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner