Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. febrúar 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Moyes setur pressu á Areola - Laust sæti í landsliðinu
Mynd: EPA
Lukasz Fabianski markvörður West Ham er frá vegna meiðsla eftir að hafa kinnbeinsbrotnað um helgina. Það þýðir að franski markvörðurinn Alphonse Areola mun standa í marki West Ham í næstu leikjum.

David Moyes stjóri liðsins segir að þetta sé mikil áskorun fyrir Areola þar sem hann á möguleika á að vinna sér sæti í franska landsliðinu þar sem Hugo Lloris hefur hengt landsliðshanskana á hilluna.

„Þetta er ekki bara stórt tækifæri fyrir Alphonse heldur franska landsliðið líka. Lloris er hættur svo það er pláss þegar landsliðshóparnir verða kynntir á næstu vikum. Það yrði frábært tækifæri fyrir hann að sýna sig og verða númer eitt hjá landsliðinu," sagði Moyes.

Frakkland spilar gegn Hollandi og Írlandi í undakeppni EM eftir mánuð. Það verður áhugavert að sjá hvort Areola muni vinna sér sæti í liðinu í næstu leikjum West Ham.


Athugasemdir
banner
banner
banner