Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Þetta getur orðið sérstakt tímabil
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Grísk-ástralski þjálfarinn Ange Postecoglou var sáttur eftir sigur Celtic á erkifjendunum í Rangers í úrslitaleik deildabikarsins í Skotlandi.

Kyogo Furuhashi skoraði bæði mörk Celtic í 2-1 sigri á Hampden Park og tryggði þar með sigurinn en Celtic er einnig í 8-liða úrslitum skoska bikarsins og með níu stiga forystu á toppi deildarinnar.

„Maður byrjar hvert tímabil með vonina um að það verði sérstakt tímabil og þetta stefnir þangað. Við eigum skilið að fagna þessum sigri en þurfum svo að einbeita okkur að framhaldinu því við viljum vinna meira," sagði Postecoglou eftir sigurinn.

„Við höfum verið að spila uppá okkar besta að undanförnu og við höfum ákveðinn standard sem við þurfum að viðhalda. Við erum vinnusamir og gerum allar hliðar leiksins rétt - þess vegna náum við þessum árangri."

Postecoglou er á sínu öðru tímabili hjá Celtic og er á góðri leið með að bæta tvennuna sem félagið vann á hans fyrsta tímabili. Núna getur Celtic unnið þrennuna en félagið er ekki í Evrópukeppni eftir að hafa endað á botni erfiðs riðils í Meistaradeild Evrópu sem innihélt Real Madrid, RB Leipzig og Shakhtar Donetsk.

Takist Celtic að vinna þrennuna verður þetta fimmta þrennan sem félagið vinnur á síðustu sjö árum, enda eru fá lið sem geta veitt Celtic raunverulega samkeppni í Skotlandi.

Postecoglou hefur gjörbreytt leikmannahópi Celtic frá komu sinni til félagsins og hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins sem og fótboltasérfræðinga.


Athugasemdir
banner
banner