Það eru ýmsir orðrómar á sveimi varðandi framtíð Graham Potter, knattspyrnustjóra Chelsea.
Skiptar skoðanir eru í enskum fjölmiðlum þar sem einhverjir telja líklegt að Potter verði rekinn í dag eftir tap gegn Tottenham Hotspur um helgina, sem var þriðji tapleikur liðsins í röð.
Aðrir segja að Potter verði rekinn ef hann tapar næstu leikjum sem eru á heimavelli gegn Leeds United og Borussia Dortmund. Enn aðrir halda því fram að Potter, sem fékk fimm ára samning þegar hann var ráðinn, verði ekki rekinn þó að Chelsea tapi báðum næstu leikjum.
Það ríkir því mikil óvissa varðandi framtíð Potter en Sky Sports segir stjórann enn njóta stuðnings frá hluta af stjórn félagsins. Potter nýtur stuðnings frá að minnsta kosti einum úr æðsta stjórnendahópi félagsins en það hjálpar honum ekki að Chelsea hefur aðeins tekist að vinna einn leik af síðustu elefu í öllum keppnum.
Chelsea hefur aðeins skorað fjögur mörk í síðustu ellefu leikjum og ekki unnið fótboltaleik á útivelli síðan um miðjan október.
Todd Boehly keypti Chelsea síðasta sumar og síðan þá hefur félagið verslað nýja leikmenn fyrir meira en 600 milljónir punda. Heimsmeistarinn Enzo Fernandez var meðal annars keyptur til Lundúna á metfé.
Í heildina hefur Chelsea unnið 9 af 26 leikjum frá komu Potter þar sem liðið fór vel af stað undir hans stjórn en gott gengi dalaði fljótt.
Chelsea er um miðja deild í enska boltanum, tíu stigum fyrir ofan fallsæti og fjórtán stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið er dottið úr enska bikarnum og þarf sigur á heimavelli gegn Borussia Dortmund til að halda sér á lífi í Meistaradeild Evrópu.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |