Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 28. febrúar 2023 22:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodgers áhyggjufullur: Það var möguleiki gegn Championship liði

Leicester tapaði óvænt gegn Blackburn í enska bikarnum í kvöld en Brendan Rodgers stjóri Leicester hefur miklar áhyggjur.


Rodgers var ósáttur með hugarfar leikmanna í upphafi leiks.

„Hamingjuóskir til Blackburn, þeir voru betra liðið. Við gáfum þeim mörkin, gáfum boltann ódýrt frá okkur. Svo erum við að elta og það er ekki auðvelt en við sýndum anda og drifkraft en við verðum að sýna það í stöðunni 0-0," sagði Rodgers.

„Ég er svekktur fyrir hönd stuðningsmanna, þetta hefur verið mikil áskorun fyrir þá á þessari leiktíð. FA bikarinn var tækifæri fyrir okkur að komast í 16 liða úrslit, að spila gegn Championship liði heima en þeir voru miklu betri en við, við höfum áhyggjur af því."


Athugasemdir
banner
banner