Knattspyrnustjórinn goðsagnakenndi Sir Alex Ferguson ræddi við Sky Sports eftir sigur Manchester United í úrslitaleik deildabikarsins um helgina. Hann er mjög ánægður með titilinn og fékk að fagna með liðinu að leikslokum, enda á hann í góðum samskiptum við Erik ten Hag, núverandi knattspyrnustjóra Rauðu djöflanna.
Þetta var fyrsti titill Man Utd í sex ár og skoraði hinn funheiti Marcus Rashford annað markanna í 2-0 sigri í úrslitaleiknum á Wembley.
„Marcus er stórkostlegur. Hann er góður að klára færin, hann er duglegur að halda skotunum neðarlega sem er mjög mikilvægt fyrir sóknarmann. Hann er frábær þegar hann kemur inn af vinstri kantinum og hefur verið að spila virkilega vel. Því miður fyrir okkur þá er hann helsti markaskorari liðsins. Okkur vantar annan markaskorara en hann er að gera nóg eins og staðan er í dag," sagði Ferguson.
Það er næstum áratugur liðinn síðan Ferguson hætti þjálfun eftir 27 ár hjá Rauðu djöflunum. Ekki hefur tekist að finna verðugan arftaka hingað til, en Erik ten Hag gæti þó verið rétti maðurinn.
„Hann er að gera þetta rétt. Hann hefur fengið frábæra leikmenn til liðsins og það þykir mér afar mikilvægt. Hann er með góða stjórn á öllum málum innan félagsins og hefur farið virkilega, virkilega vel af stað. United er dæmt útfrá árangri og þetta er frábær byrjun."
Man Utd getur enn unnið allar þær keppnir sem liðið tekur þátt í á tímabilinu. Lærisveinar Ten Hag eru átta stigum eftir toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og eiga leiki framundan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar og enska bikarsins.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |