
Wolfsburg og Bayern Munchen voru í eldlínunni í 8 liða úrslitum þýska bikarsins í kvöld.
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem heimsótti Köln fyrr í dag. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 2-0 fyrir Wolfsburg en Sveindís lagði upp bæði mörkin.
Wolfsburg bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik og vann því að lokum 4-0. Sveindís var tekin af velli á 77. mínútu.
Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í hjarta varnarinnar þegar Bayern Munchen vann Hoffenheim 2-0. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður í uppbótartíma.
Athugasemdir