Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. febrúar 2023 08:20
Hafliði Breiðfjörð
Tómas Orri úr Breiðabliki í Grindavík (Staðfest) - Númi líka á förum
Tómas Orri Róbertsson.
Tómas Orri Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Breiðablik hefur lánað miðjumanninn Tómas Orra Róbertsson til Grindavíkur.


Tómas Orri sem verður 19 ára gamall í apríl næstkomandi spilaði tvo leiki með aðalliði Breiðabliks í Lengjubikarnum fyrir ári síðan.

Hann er Siglfirðingur sem var 12 ára í akademíu hjá Watford á Englandi.

Tómas Orri hefur verið í landsliðsúrtökum hjá U19 ára liði Íslands. Hann er sonur þjálfarans Róberts Haraldssonar sem þjálfaði kvennalið Grindavíkur árið 2017.

Svo gæti farið að annar leikmaður fylgi honum til Grindavíkur því Arnar Númi Gíslason gæti einnig farið til félagsins á næstunni. Grótta hefur einnig sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner