Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. febrúar 2023 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju hann skóf höfuðið allan ferilinn
Scott Brown.
Scott Brown.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Scott Brown, fyrrum leikmaður Celtic, var sköllóttur allan sinn leikmannaferil en ólíkt flestum, þá var það eitthvað sem hann valdi um að gera.

Brown er frekar ólíkur sjálfum sér í dag, ef svo má segja. Hann stýrir Fleetwood Town og er með mjög þykkt hár á hausnum.

Í samtali við Telegraph útskýrir Brown af hverju hann valdi að skafa á sér höfuðið þegar hann var leikmaður.

„Ég vildi bara vera ógnandi. Það var meira það en nokkuð annað," segir Brown, sem var mikill harðhaus á miðsvæðinu hjá Celtic, við Telegraph.

„Ég skóf höfuðið fyrir hvern leik því ég vildi líta út fyrir að vera mjög harður, að vera agressívur. Ég vildi sýna öllum að ég væri að mæta til að vinna vinnuna mína almennilega."

Brown vann á sínum ferli skosku úrvalsdeildina tíu sinnum, skoska bikarinn sex sinnum og skoska deildabikarinn sjö sinnum. Hann er ein mesta goðsögn í sögu Celtic.


Athugasemdir
banner
banner
banner