Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. febrúar 2023 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valdi Salzburg fram yfir Barcelona - „rökrétt skref"
Mynd: Getty Images

Oscar Gloukh gekk til liðs við Red Bull Salzburg í janúar frá Maccabi Tel Aviv en Barcelona reyndi einnig að fá hann til liðs við sig.


Þessi 18 ára gamli Ísraeli þýkir gríðalegt efni en Hákon Arnar Haraldsson var einnig orðaður við Salzburg en liðið nældi að lokum í Gloukh.

Spænska stórliðið Barcelona kom með tilboð í leikmanninn en það var of seint.

„Ég var mjög spenntur yfir því að Barcelona vildi fá mig en þeir voru of seinir að koma með tilboð, það kom þegar við vorum þegar búnir að klára samningsmál við Salzburg," sagði Gloukh.

„Ég held að við höfum tekið rétta ákvörðun að fara til Salzburg en ekki Barcelona. Það er rökrétt skref fyrir þrónunina mína sem leikmaður."


Athugasemdir
banner
banner
banner