Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 28. febrúar 2023 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk vildi ekki tala við argentínskan fréttamann - „Unnum í 16 liða úrslitum"
Mynd: EPA

Virgil van Dijk varnarmaður Liverpool og hollenska landsliðsins var valinn í lið ársins á verðlaunahátíð í París í gær.


Argentínskur fréttamaður reyndi að ná tali á honum á hátíðinni en Van Dijk en varnarmaðurinn hafnaði því.

Holland og Argentína mættust í 16 liða úrslitum á HM í Katar þar sem Argentína hafði betur eftir vítaspyrnukeppni og endaði á því að fara alla leið.

Eftir að Van Dijk hafnaði argentíska fréttamanninum snéri hann sér að myndavélinni og sagði 'Jæja, Virgil van Dijk sagði nei. Það skiptir ekki máli, Argentína vann í 16 liða úrslitum."


Athugasemdir
banner
banner
banner