Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 23:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallagher: Þetta hafa verið erfiðir dagar
Mynd: EPA

Conor Gallagher hetja Chelsea í kvöld segir að síðustu dagar hafi verið ansi erfiðir eftir að Chelsea tapaði í úrslitum enska deildabikarsins á dögunum gegn Liverpool.


Liðinu tókst að svara því með sigri í kvöld gegn Leeds en tæpara mátti það ekki standa.

Staðan var jöfn allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Gallagher skoraði sigurmarkið.

„Það var mjög svekkjandi (tapið gegn Liverpool) og við vildum koma til baka og gefa stuðningsmönnunum eitthvað til að fagna og okkur tókst það. Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar og allir hafa verið mikið niðri fyrir en urðum að sjá til þess að við værum rétt stilltir því þetta var mikilvægur leikur og strákarnir grófu djúpt til að ná sigrinum," sagði Gallagher.

Chelsea fær Leicester í heimsókn í átta liða úrslitum enska bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner