Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney: Ten Hag mun fá tíma
Mynd: EPA

Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur verið undir mikilli pressu á þessu tímabili.


Liðið tapaði gegn Fulham í deildinni í síðustu umferð en svaraði því með sigri gegn Nottingham Forest í enska bikarnum í kvöld.

Wayne Rooney fyrrum framherji Man Utd var sérfærðingur á BBC í kvöld en hann segir að Ten Hag muni fá tíma til að snúa blaðinu við.

„Þú vilt að stórir leikmenn taki stóru augnablikin og Frenandes og Casemiro gerðu það í lokin. Mikið hefur verið rætt um stöðu Erik ten Hag en hann hefur verið að gera allt í lagi. Við erum farin að sjá meiri stöðugleika. Hann mun fá tíma," sagði Rooney.

Man Utd fær Liverpool í heimsókn á Old Trafford í átta liða úrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner