Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mið 28. febrúar 2024 15:40
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson varð nokkuð óvænt kosinn formaður KSÍ um helgina en hann var einn þriggja í framboði og í skoðanakönnun í síðustu viku rak hann lestina þar sem aðeins 7% sögðust ætla að kjósa hann en yfir 30% vildu ýmist Guðna Bergsson eða Vigni Má Þormóðsson.

Kjörið fór fram á ársþingi KSÍ á laugadaginn og það var mál manna á ársþinginu að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þrumuræða Þorvalds þar sem hann seldi sig sem besta kostinn fyrir knattspyrnuhreyfinguna.

Um leið og ræðu hans lauk mátti heyra fulltrúa sumra félaga segjast hafa skipt um skoðun, Þorvaldur fengi sitt atkvæði. Hann væri langt áhugaverðasti kosturinn eftir ræður formannanna.

„Í dag eru í boði þrír mjög ólíkir valkostir. Ég gæti vissulega varið mínum tíma um hina tvo en það er ekki ég. Ég tala ekki aðra niður og ætla því að tala um mig og afhverju ég er rétti kosturinn," sagði Þorvaldur meðal annars og bætti við að hann væri minna í jakkafötum en meira með gras á skónum og bolta í skottinu.

Fótbolti.net birtir í dag upptöku af ræðunni mögnuðu hjá Þorvaldi, ræðunni þar sem hann sannfærði knattspyrnuhreyfinguna um að hann væri eini rétti kosturinn sem formaður KSÍ. Hana má sjá í spilaranum að ofan.

Á sama tíma vann Þorkell Máni Pétursson kosningu til stjórnar KSÍ þar sem hann varð efstur. Ræða hans vakti líka athygli en hana má sjá að neðan.
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Athugasemdir
banner
banner