Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   mið 28. febrúar 2024 15:40
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Þorvaldur heldur ræðuna á ársþingi KSÍ um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Þorkell Máni heldur sína ræðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson varð nokkuð óvænt kosinn formaður KSÍ um helgina en hann var einn þriggja í framboði og í skoðanakönnun í síðustu viku rak hann lestina þar sem aðeins 7% sögðust ætla að kjósa hann en yfir 30% vildu ýmist Guðna Bergsson eða Vigni Má Þormóðsson.

Kjörið fór fram á ársþingi KSÍ á laugadaginn og það var mál manna á ársþinginu að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þrumuræða Þorvalds þar sem hann seldi sig sem besta kostinn fyrir knattspyrnuhreyfinguna.

Um leið og ræðu hans lauk mátti heyra fulltrúa sumra félaga segjast hafa skipt um skoðun, Þorvaldur fengi sitt atkvæði. Hann væri langt áhugaverðasti kosturinn eftir ræður formannanna.

„Í dag eru í boði þrír mjög ólíkir valkostir. Ég gæti vissulega varið mínum tíma um hina tvo en það er ekki ég. Ég tala ekki aðra niður og ætla því að tala um mig og afhverju ég er rétti kosturinn," sagði Þorvaldur meðal annars og bætti við að hann væri minna í jakkafötum en meira með gras á skónum og bolta í skottinu.

Fótbolti.net birtir í dag upptöku af ræðunni mögnuðu hjá Þorvaldi, ræðunni þar sem hann sannfærði knattspyrnuhreyfinguna um að hann væri eini rétti kosturinn sem formaður KSÍ. Hana má sjá í spilaranum að ofan.

Á sama tíma vann Þorkell Máni Pétursson kosningu til stjórnar KSÍ þar sem hann varð efstur. Ræða hans vakti líka athygli en hana má sjá að neðan.
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Athugasemdir