Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 28. mars 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Aþenu
Hjörtur Hermanns: Kom flatt upp á mann að fá kallið
Borgun
Hjörtur á æfingu í Aþenu um helgina.
Hjörtur á æfingu í Aþenu um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson er kominn til móts við íslenska A-landsliðið í Aþenu eftir að hafa spilað með U21 árs landsliðinu í markalausu jafntefli gegn Makedóníu fyrir helgi.

„Við lágum á þeim síðasta korterið og við hefðum átt að klára þetta. Við fengum helling af föstum leikatriðum sem við erum sterkir í og við hefðum sennilega átt að pota einu inn," sagði Hjörtur við Fótbolta.net í gær um leikinn í Makedóníu. Hjörtur er ánægður með að fá sénsinn í A-landsliðshópnum.

„Það kom svolítið flatt upp á mann að fá kallið en ég var klár. Vonandi fær maður einhvern tíma til að spreyta sig. Það er frábært að vera í kringum þessa stráka, Heimi og Lars og maður reynir að læra eins og maður getur," sagði Hjörtur en hann er lítið að hugsa um möguleika sína á sæti í EM hópnum.

„Ég er ekki kominn það langt. Ég er að einbeita mér að nýjum klúbbi og að koma mér í stand þar. Ef ég spila vel þar, þá veit maður aldrei hvað gerist."

Vildi spila í sterkari deild
Hjörtur ákvað á dögunum að fara frá PSV Eindhoven til sænska félagsins Gautaborg á láni.

„Ég mat það þannig að ég þyrfti að fara að spila á aðeins hærra leveli. Ég er búinn að vera tvö og hálft tímabil að spila með varaliðinu í næstefstu deild í Hollandi. Mig langaði í aðeisn meiri áskorun og Gautaborg er ekki lítið lið svo ég er spenntur fyrir byrjuninni. Það hefur gengið ótrúlega vel persónulega og þetta lofar góðu fyrir fyrsta leik."

Gautaborg vill framlengja
Lánssamningurinn gildir fram í júlí en Gautaborg vill halda Hirti lengur innan sinna raða.

„Þeir eru strax búnir að gefa í skyn að þeir myndu gjarnan vilja hafa mig lengur. Eins og stendur þá er ég opinn fyrir því og loka alls ekki á það. PSV hefur hins vegar líka sagt að þeir vilji klárlega fá mig til baka. Vonandi spila ég marga leiki og stend mig vel, þá veit maður aldrei hvað gerist," sagði Hjörtur en menn hjá PSV fylgjast spenntir með framgangi hans í Svíþjóð.

„Eina skilyrðið fyrir því að ég fengi að fara á lán var að ég myndi koma til baka fyrir næsta tímabil. Þeir eru búnir að horfa á leiki og senda gæa reglulega að horfa á mann. Það er fínt, þeir vita af manni," sagði Hjörtur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner