Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 28. mars 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Halda áfram að byggja leikvanga þrátt fyrir veiruna
Khalifa leikvangurinn.
Khalifa leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
Ríkisstjórnin í Katar hefur sett samkomubann og skipar þegnum sínum að halda sig innandyra nema fyrir nauðsynlegar ferðir út úr húsi.

Byggingarvinnu hefur þó ekki linnt og eru byggingarverktakar enn á fullu að undirbúa HM 2022 sem verður haldið í landinu.

Þetta hefur vakið athygli víða um heim enda hundruðir manna sem starfa saman á svona stórum vinnusvæðum. Þá er ekki mikið af viðeigandi hlífðarbúnaði á vinnusvæðunum svo erfitt er fyrir starfsmenn að forðast smit sé einhver með veiruna.

Í flestum löndum Evrópu eru byggingarverktakar enn við störf, þó aðeins á litlum vinnusvæðum þar sem hægt er að halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Sú er ekki raunin í Katar.

Ástandið í kringum aðbúnað og öryggi byggingarverktaka í Katar hefur verið gagnrýnt harkalega og margir kallað eftir því að hýsingarréttur Heimsmeistaramótsins verði tekinn af Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner