Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kennir Avram Grant um fall West Ham 2011
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Julien Faubert lék fyrir West Ham í fimm ár og féll niður í Championship deildina með liðinu undir stjórn Avram Grant.

Faubert, sem er 36 ára og spilar í frönsku utandeildinni, segir Grant bera algjöra sök á falli félagsins í viðtali við The Athletic.

„Þessi maður sýndi andfélagslega hegðun. Hann talaði aldrei við okkur og stjórnaði varla æfingum því hann var alltaf lokaður inná skrifstofu. Hann var ömurlegur að hvetja leikmenn áfram og ég lærði ekkert frá honum," sagði Faubert.

„Við leikmenn reyndum að halda okkur jákvæðum og hvöttum hvorn annan áfram en ástandið var herfilegt. Æfingarnar voru lélegar og undirbúningur fyrir leiki algjört grín. Þetta var algjör synd því stuðningsmennirnir studdu við bakið á okkur allan tímann."

Faubert er ekki fyrstur til að gagnrýna stjórnarhætti Grant sem afrekaði þó að koma Chelsea alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2008, þar sem liðið tapaði fyrir Manchester United.

„Fólk vill meina að hann sé ástæðan bakvið gott gengi Chelsea í Meistaradeildinni en það er ekki rétt. Leikmenn eiga skilið hrósið.

„Þegar hann var hjá okkur þá sá aðstoðarþjálfarinn alltaf um æfingarnar. Hann gerði sitt besta en ef Avram Grant getur verið knattspyrnustjóri þá get ég það líka. Hann tók ótrúlega mikið af slæmum ákvörðunum þetta tímabilið. Hann er ástæðan fyrir því að félagið féll niður um deild."


Grant var rekinn daginn sem West Ham féll og var Sam Allardyce ráðinn í staðinn. Faubert hjálpaði félaginu að fara beint aftur upp í úrvalsdeildina og skipti svo yfir í tyrkneska boltann þar sem hann gekk í raðir Elazigspor.
Athugasemdir
banner
banner
banner