Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. mars 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Kerr og Kirby endurheimtu toppsætið
Mynd: Getty Images
Chelsea endurheimti toppsæti efstu deildar enska kvennaboltans með sigri á Aston Villa í dag.

Chelsea var við stjórn allan tímann og gaf ekki færi á sér. Gestirnir áttu aðeins eina marktilraun allan leikinn.

Sam Kerr gerði bæði mörk Chelsea í leiknum eftir stoðsendingar frá Fran Kirby. Þær hafa verið að ná gríðarlega vel saman og trónir Chelsea á toppi deildarinnar með 47 stig eftir 18 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan Manchester City.

Fyrr í dag tók Brighton á móti Everton og munaði aðeins fjórum stigum á liðunum fyrir leikinn.

Everton gerði sér þó lítið fyrir og vann stórsigur, 0-5. Everton er tíu stigum frá Evrópusæti.

Chelsea 2 - 0 Aston Villa
1-0 Sam Kerr ('24)
2-0 Sam Kerr ('57)

Brighton 0 - 5 Everton
0-1 I. Christiansen ('24, víti)
0-2 H. Raso ('25)
0-3 H. Raso ('48)
0-4 S. Magill ('64)
0-5 H. Raso ('79)
Athugasemdir
banner