Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
   fös 28. apríl 2023 23:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Stefán Ingi: Hef aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fram þegar flautað var til leiks í 4.umferð Bestu deild karla frá Wurth vellinum í Árbæ núna í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun og eftir frábæra byrjun Breiðabliks þegar þeir komust þremur mörkum yfir misstu þeir leikinn í 4-4 en náðu þó að tryggja sér sigurinn á lokamínútum uppbótartímas eftir mark úr hornspyrnu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  4 Fram

„Auðvitað gott að vinna leikinn en við þurfum að klára hluti sem við þurfum að bæta í varnarleiknum sem lið. Við fáum of mörg mörk á okkur í kvöld og það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga." Sagði Stefán Ingi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn en hann var verðskuldað valinn maður leiksins á Wurth vellinum í kvöld.

„Ég hef held ég aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði og aldrei eigin marki og er bara þvílíkt sáttur og geggjað fyrir hann að koma inn og bjarga okkur hérna og bara eins og við vitum þá er hann rosalegur markaskorari og það sést bara á statíkinni hans og það er geggjað fyrir hann að komast á blað hérna í efstu deild."

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu í leiknum í kvöld og upplifði allskyns tilfiningar varðandi það í leiknum.

„Hún er góð fyrst að við unnum. Hún var ekkert sérlega góð þegar það var komið í 4-4 og maður var ekki 100% viss um að þetta myndi koma og tilfiningin hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum misst þetta í jafntefli en fyrst að við vinnum þá er hún bara góð."

Nánar er rætt við Stefán Inga Sigurðarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner