Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 28. apríl 2023 23:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Stefán Ingi: Hef aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fram þegar flautað var til leiks í 4.umferð Bestu deild karla frá Wurth vellinum í Árbæ núna í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun og eftir frábæra byrjun Breiðabliks þegar þeir komust þremur mörkum yfir misstu þeir leikinn í 4-4 en náðu þó að tryggja sér sigurinn á lokamínútum uppbótartímas eftir mark úr hornspyrnu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  4 Fram

„Auðvitað gott að vinna leikinn en við þurfum að klára hluti sem við þurfum að bæta í varnarleiknum sem lið. Við fáum of mörg mörk á okkur í kvöld og það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga." Sagði Stefán Ingi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn en hann var verðskuldað valinn maður leiksins á Wurth vellinum í kvöld.

„Ég hef held ég aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði og aldrei eigin marki og er bara þvílíkt sáttur og geggjað fyrir hann að koma inn og bjarga okkur hérna og bara eins og við vitum þá er hann rosalegur markaskorari og það sést bara á statíkinni hans og það er geggjað fyrir hann að komast á blað hérna í efstu deild."

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu í leiknum í kvöld og upplifði allskyns tilfiningar varðandi það í leiknum.

„Hún er góð fyrst að við unnum. Hún var ekkert sérlega góð þegar það var komið í 4-4 og maður var ekki 100% viss um að þetta myndi koma og tilfiningin hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum misst þetta í jafntefli en fyrst að við vinnum þá er hún bara góð."

Nánar er rætt við Stefán Inga Sigurðarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir