Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fös 28. apríl 2023 23:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Stefán Ingi: Hef aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fram þegar flautað var til leiks í 4.umferð Bestu deild karla frá Wurth vellinum í Árbæ núna í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun og eftir frábæra byrjun Breiðabliks þegar þeir komust þremur mörkum yfir misstu þeir leikinn í 4-4 en náðu þó að tryggja sér sigurinn á lokamínútum uppbótartímas eftir mark úr hornspyrnu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  4 Fram

„Auðvitað gott að vinna leikinn en við þurfum að klára hluti sem við þurfum að bæta í varnarleiknum sem lið. Við fáum of mörg mörk á okkur í kvöld og það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga." Sagði Stefán Ingi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn en hann var verðskuldað valinn maður leiksins á Wurth vellinum í kvöld.

„Ég hef held ég aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði og aldrei eigin marki og er bara þvílíkt sáttur og geggjað fyrir hann að koma inn og bjarga okkur hérna og bara eins og við vitum þá er hann rosalegur markaskorari og það sést bara á statíkinni hans og það er geggjað fyrir hann að komast á blað hérna í efstu deild."

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu í leiknum í kvöld og upplifði allskyns tilfiningar varðandi það í leiknum.

„Hún er góð fyrst að við unnum. Hún var ekkert sérlega góð þegar það var komið í 4-4 og maður var ekki 100% viss um að þetta myndi koma og tilfiningin hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum misst þetta í jafntefli en fyrst að við vinnum þá er hún bara góð."

Nánar er rætt við Stefán Inga Sigurðarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner