Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 28. apríl 2023 23:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Stefán Ingi: Hef aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fram þegar flautað var til leiks í 4.umferð Bestu deild karla frá Wurth vellinum í Árbæ núna í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun og eftir frábæra byrjun Breiðabliks þegar þeir komust þremur mörkum yfir misstu þeir leikinn í 4-4 en náðu þó að tryggja sér sigurinn á lokamínútum uppbótartímas eftir mark úr hornspyrnu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  4 Fram

„Auðvitað gott að vinna leikinn en við þurfum að klára hluti sem við þurfum að bæta í varnarleiknum sem lið. Við fáum of mörg mörk á okkur í kvöld og það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga." Sagði Stefán Ingi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn en hann var verðskuldað valinn maður leiksins á Wurth vellinum í kvöld.

„Ég hef held ég aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði og aldrei eigin marki og er bara þvílíkt sáttur og geggjað fyrir hann að koma inn og bjarga okkur hérna og bara eins og við vitum þá er hann rosalegur markaskorari og það sést bara á statíkinni hans og það er geggjað fyrir hann að komast á blað hérna í efstu deild."

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu í leiknum í kvöld og upplifði allskyns tilfiningar varðandi það í leiknum.

„Hún er góð fyrst að við unnum. Hún var ekkert sérlega góð þegar það var komið í 4-4 og maður var ekki 100% viss um að þetta myndi koma og tilfiningin hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum misst þetta í jafntefli en fyrst að við vinnum þá er hún bara góð."

Nánar er rætt við Stefán Inga Sigurðarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner