Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 28. apríl 2023 23:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Stefán Ingi: Hef aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu fyrir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Fram þegar flautað var til leiks í 4.umferð Bestu deild karla frá Wurth vellinum í Árbæ núna í kvöld.

Leikurinn var frábær skemmtun og eftir frábæra byrjun Breiðabliks þegar þeir komust þremur mörkum yfir misstu þeir leikinn í 4-4 en náðu þó að tryggja sér sigurinn á lokamínútum uppbótartímas eftir mark úr hornspyrnu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  4 Fram

„Auðvitað gott að vinna leikinn en við þurfum að klára hluti sem við þurfum að bæta í varnarleiknum sem lið. Við fáum of mörg mörk á okkur í kvöld og það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og laga." Sagði Stefán Ingi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn en hann var verðskuldað valinn maður leiksins á Wurth vellinum í kvöld.

„Ég hef held ég aldrei fagnað jafn mikið og þegar Klæmint skoraði og aldrei eigin marki og er bara þvílíkt sáttur og geggjað fyrir hann að koma inn og bjarga okkur hérna og bara eins og við vitum þá er hann rosalegur markaskorari og það sést bara á statíkinni hans og það er geggjað fyrir hann að komast á blað hérna í efstu deild."

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði þrennu í leiknum í kvöld og upplifði allskyns tilfiningar varðandi það í leiknum.

„Hún er góð fyrst að við unnum. Hún var ekkert sérlega góð þegar það var komið í 4-4 og maður var ekki 100% viss um að þetta myndi koma og tilfiningin hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum misst þetta í jafntefli en fyrst að við vinnum þá er hún bara góð."

Nánar er rætt við Stefán Inga Sigurðarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner