„Ég var í raun ánægðari með frammistöðu mína varnarlega en sóknarlega. Ég veit hvað ég get gert sóknarlega, en í dag þurfti ég að grafa djúpt gegn Johannes Vall, varnarlega. Mér fannst ég standa mig vel í því," sagði Luke Rae, leikmaður KR, eftir 5-0 sigur gegn ÍA í Bestu deildinni í gær.
Luke Rae var frábær í leiknum og skoraði annað mark KR. Hann fagnaði því svo sannarlega með tilþrifamiklum hætti en hann skellti sér í heljarstökk.
Luke Rae var frábær í leiknum og skoraði annað mark KR. Hann fagnaði því svo sannarlega með tilþrifamiklum hætti en hann skellti sér í heljarstökk.
Lestu um leikinn: KR 5 - 0 ÍA
Hafliði Breiðfjörð var með myndavélina í Laugardalnum og náði skemmtilegri myndasyrpu af fagninu.
Athugasemdir