
Fylkir hefur fengið Tuma Fannar Gunnarsson á láni frá Breiðabliki út komandi tímabil.
Tumi Fannar er tvítugur miðjumaður sem lék fjóra leiki með Breiðabliki á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari. Tumi kom sér á blað með Breiðabliki í bikarsigrinum á Fjölni fyrir rúmri viku síðan.
Hann mun spila í Lengjudeildinni í sumar, með liði Fylkis sem ætlar sér að vinna deildina. Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fer að mestu fram á föstudagskvöld og þá heimsækir Fylkir lið Njarðvíkur.
Tumi Fannar er tvítugur miðjumaður sem lék fjóra leiki með Breiðabliki á síðasta tímabili þegar liðið varð Íslandsmeistari. Tumi kom sér á blað með Breiðabliki í bikarsigrinum á Fjölni fyrir rúmri viku síðan.
Hann mun spila í Lengjudeildinni í sumar, með liði Fylkis sem ætlar sér að vinna deildina. Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fer að mestu fram á föstudagskvöld og þá heimsækir Fylkir lið Njarðvíkur.
„Við óskum Tuma góðs gengis í Árbænum," segir í tilkynningu Breiðabliks.
Komnir
Eyþór Aron Wöhler frá KR
Bjarki Steinsen Arnarsson frá FH
Pablo Aguilera Simon frá Bandaríkjunum
Tumi Fannar Gunnarsson frá Breiðabliki á láni
Farnir
Ómar Björn Stefánsson í ÍA
Stefán Gísli Stefánsson í Val
Þórður Gunnar Hafþórsson í Aftureldingu
Matthias Præst í KR
Guðmundur Rafn Ingason í Stjörnuna
Athugasemdir