
KA menn eru dottnir út úr Mjólkurbikarkeppni karla 2019 eftir tap gegn Víking R. í Laugardalnum. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem KA klúðraði einni spyrnu og eru því úr leik.
Óli Stefán þjálfari KA var sáttur með sína menn þrátt fyrir augljós þreytumerki „Þetta var þungur leikur og augljóst að þreytan er farin að segja til sín. Búið að vera mikil törn á liðunum og það er farið bitna á ferskleika og gæðum" Sagði Óli.
Óli Stefán þjálfari KA var sáttur með sína menn þrátt fyrir augljós þreytumerki „Þetta var þungur leikur og augljóst að þreytan er farin að segja til sín. Búið að vera mikil törn á liðunum og það er farið bitna á ferskleika og gæðum" Sagði Óli.
Varðandi mögulegar styrkingar og áhuga á Gary Martin hafði Óli þetta að segja „ Nei nei, ég er í rauninni bara ótrúlega ánægður með mitt lið og ánægður með ungu strákana. Ánægður með það concept sem við erum að vinna eftir. Ég held mig við það"
Nánar er rætt við Óla í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir