Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
„Mikilvægt að tryggja að sem flestir geti horft á leikina"
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin á að fara aftur af stað 17. júní og verða allir leikir sýndir í beinni útsendingu á Englandi í fyrsta sinn í 28 ára sögu deildarinnar.

Ekki er sýnt leiki samtímis í ensku sjónvarpi til að tryggja að sem flestir stuðningsmenn mæti á völlinn.

Nú getur enginn stuðningsmaður mætt á völlinn og telur RIchard Masters, framkvæmdastjóri úrvalsdeildarinnar, gríðarlega mikilvægt að tryggja að sem flestir hafi aðgang að enska boltanum þegar hann fer aftur af stað. Enda sé enski boltinn mikilvæg afþreying til dægrastyttingar í miðjum heimsfaraldri.

„Í dag sömdum við um að ræsa úrvalsdeildartímabilið aftur miðvikudaginn 17. júní. Við getum ekki staðfest þessa dagsetningu strax þar sem við eigum enn eftir að ganga úr skugga um að öll félög mæti þeim öryggiskröfum sem þarf vegna ástandsins," sagði Masters.

„Því miður þurfa allir leikir að fara fram fyrir luktum dyrum og teljum við mikilvægt
að tryggja að sem flestir hafi tækifæri til að horfa á úrvalsdeildina heima úr stofu."

Athugasemdir
banner
banner
banner