Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kekic olli því að Mikki tók trylling í hálfleik - „Djöfull er þessi gaur góður maður, ert'að grínast"
Sinisa Kekic í leik með Reyni Sandgerði sumarið 2009.
Sinisa Kekic í leik með Reyni Sandgerði sumarið 2009.
Mynd: Jón Örvar Arason
Andri Geir Gunnarsson, leikmaður ÍH og annar af þáttarstjórnendum hlaðvarsþáttarins Steve Dagskrá var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í nýjasta þætti Draumaliðsins.

Andri fer þar yfir feril sinn, velur í byrjunarlið skipað bestu eða uppáhalds samherjum sínum á ferlinum og segir skemmtilegar sögur.

Mikael Nikulásson, nú þjálfari Njarðvíkur, var á sínum tíma þjálfari Andra hjá ÍH. Þegar Andri segir frá því að Sinisa Valdimar Kekic sé sá besti sem hann hafi mætt á ferlinum þá rifjar hann upp sögu úr leik ÍH og Reynis sumarið 2009.

„Mikki var að þjálfa okkur og var að spila. Hann var búinn að segjast ætla að spila fyrri hálfleikinn. Hann tekur trylling í hálfleik, klæðir sig úr 'Copanum', neglir honum í gólfið og segir: 'Djöfull er þessi gaur (Sinisa Kekic) góður maður, ert'að grínast - gæti verið í Arsenal þessi gæi'," rifjar Andri upp.

„Það láku af honum gæðin."

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner