Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir FCK ætla að gefa Orra stærra hlutverk og nýjan samning
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson var í morgun orðaður við ítalska félagið Atalanta í fjölmiðlum þar í landi.

Í La Gazzetta dello Sport í morgun mátti sjá samsetta mynd þar sem Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta, er að hugsa um Orra. Gasperini stýrði Atalanta til sigurs í Evrópudeildinni í síðustu viku þegar liðið lagði Bayer Leverkusen í úrslitaleik.

Farzam Abolhosseini, helsti félagaskiptasérfræðingur Danmerkur, segir hins vegar ekkert í gangi á milli Orra og Atalanta á þessu augnabliki.

„Hann er ekki á leið þangað eins og er. Þvert á móti eru uppi áform um að ýta honum enn lengra fram sem fyrsta framherja FCK og jafnframt að gefa honum nýjan samning," segir Abolhosseini.

Orri, sem er 19 ára, hefur verið frábær á lokakafla tímabilsins í Danmörku, skoraði sex mörk í níu leikjum fyrir FC Kaupmannahöfn og greip tækifærið með báðum höndum eftir að hafa mikið verið notaður sem varamaður fyrr á tímabilinu.

Núgildandi samningur Orra við FCK rennur út sumarið 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner