Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóð við stóru orðin - Gunni Birgis og Jón Kári fengu 'Havertz' treyjur
Það var komið að skuldadögum í gær.
Það var komið að skuldadögum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var komið að skuldadögum á skrifstofu Fótbolta.net í gær eftir að tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lauk.

Fyrir tímabilið voru teknir upp upphitunarþættir með stuðningsmönnum 'stóru sex' liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Var þar meðal annars nokkuð rætt um félagaskipti Kai Havertz frá Chelsea til Arsenal. Stuðningsmenn Chelsea höfðu almennt ekki mikla trú á að þýski landsliðsmaðurinn myndi gera mikið fyrir Arsenal en annað kom á daginn.

Stefán Marteinn Ólafsson, fréttamaður Fótbolta.net og stuðningsmaður Chelsea, gerði veðmál við Gunnar Birgisson og Jón Kára Eldon, stuðningsmenn Arsenal, þegar þættirnir voru teknir upp um að Havertz myndi ekki skora yfir tíu mörk á tímabilinu. „Ég skal kaupa handa þeim Havertz treyju ef hann fer yfir tíu mörk," sagði Stefán.

Havertz gerði 13 mörk með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann fór einmitt yfir tíu marka múrinn gegn Chelsea. Hann var virkilega flottur í liði Arsenal og átti sitt besta tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Gunnar og Jón Kári komu við á skrifstofu Fótbolta.net í gær og innheimtu skuldina en Stefán stóð auðvitað við stóru orðin og færði þeim báðum treyju merkta Havertz. Þeir kusu báðir að fá varabúning Arsenal og tóku þeir sig vel út í honum.


Athugasemdir
banner
banner