Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. júní 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw þreyttur á Mourinho: Hugsar mikið um mig
Shaw og Mourinho.
Shaw og Mourinho.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw og Jose Mourinho eru engir perluvinir.

Mourinho er fyrrum stjóri Shaw hjá Manchester United, en Mourinho var óhræddur að skjóta á Shaw opinberlega þegar hann var að þjálfa hann.

Mourinho náði ekki því besta út úr vinstri bakverðinum, en Ole Gunnar Solskjær hefur gefið leikmanninum meira traust.

'Sá sérstaki' er sérfræðingur í kringum EM fyrir Talksport og gagnrýndi Shaw fyrir slakar spyrnur gegn Tékklandi.

Shaw svaraði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Ég skil þetta ekki alveg. Ég skil ekki af hverju hann er alltaf að tala um mig og vill alltaf benda á mig."

„Ég orðinn vanur því að hann tali í neikvæðni um mig. Ég reyni að hundsa það... Hann verður að halda áfram með sitt. Vonandi getur hann fundið frið til þess að hætta að hafa áhyggjur um mig. Hann hugsar klárlega mikið um mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner