Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mið 28. júní 2023 20:28
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Fyllilega verðskulduð þrjú stig
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var í skýjunum með frammistöðu liðsins í 2-0 sigrinum á KA í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  0 KA

Bjarki Björn Gunnarsson og Oliver Heiðarsson skoruðu mörk Eyjamanna sem eru nú komnir upp í 8. sæti deildarinnar.

Hermann hefur verið sérstaklega ánægður með síðustu leiki og segir að liðið ætli sér meira.

„Þetta var frábær frammistaða hjá strákunum og svona hefur þetta verið, sérstaklega í síðustu fjórum leikjum. Fyllilega verðskulduð þrjú stig.“

„Við höfum trú á því sem við erum að gera. Við höfum verið að fá fullt af færum og komið okkur í góðar stöður en í dag var extra fókus og okkur langaði rosalega í sigurinn.“


Oliver fékk sérstakt hrós en hann lagði upp fyrra markið. Hann hefur verið óheppinn með mörk í sumar en þetta var aðeins annað mark hans í deildinni.

„Hann var stórkostlegur og þetta er vakalegt vopn sem hann er með og það er hraðinn. Hann er með meiri hraði en flestir eða allir í deildinni. Hann nýtti það vel í dag, frábært mark og stoðsending. Hann var geggjaður í dag og hann er búinn að vera sterkur fyrir okkur en verið óheppinn, skaut þarna í stangirnar og svona en hann var geggjaður í dag og við vitum að við erum með frábæran leikmann í höndunum.“

Eyjamenn eru komnir í ágætis stöðu. Liðið er ekki lengur í fallsæti og spilar næstu tvo leiki heima. Hann vonast til að liðið nýti sér það.

„Við eigum tvo heimaleiki í viðbót og við vitum að við erum sterkir hérna og það er taktur í liðinu. Fjórir leikir þar sem ég er rosalega ánægður með frammistöðuna og framlagið er rosalegt og stemningin er góð. Við ætlum okkur meira,“ sagði Hermann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner