Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 28. júlí 2022 12:00
Elvar Geir Magnússon
Landslið Katar í sex mánaða æfingabúðum fyrir HM
Katar vann ítalska A-deildarliðið Udinese 2-1 í vináttuleik á sunnudag.
Katar vann ítalska A-deildarliðið Udinese 2-1 í vináttuleik á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HM í Katar hefst í nóvember.
HM í Katar hefst í nóvember.
Mynd: Getty Images
HM í Katar fer fram í nóvember og desember og ljóst að um einstakt mót verður að ræða. Landslið heimamanna tekur óvenjulega nálgun á undirbúninginn og er saman í æfingabúðum í sex mánuði fyrir mótið.

27 manna leikmannahópur Katar kom saman í síðasta mánuði undir stjórn þjálfarans Felix Sanchez. Liðið mun leika fjölda æfingaleikja áður en það spilar opnunarleik HM gegn Ekvador þann 21. nóvember.

Fyrsti hluti æfingabúðanna var á Spáni áður en hópurinn færði sig yfir til Austurríkis til að leika á æfingamóti með Marokkó, Gana og Jamaíka.

„Ég segi ekki að þessi hugmynd sé brjálæði en hún er sérstök. Þetta er of langur tími. Að taka leikmenn úr keppnisleikjum er erfitt þegar horft er á andlega þáttinn," sagði ónafngreindur heimildarmaður BBC frá einu af félögunum í Katar.

„Það er erfitt að vera saman svona lengi. Leikmennirnir gætu brunnið út andlega og mögulega verða æfingabúðirnar styttar."

Þegar Suður-Kórea hélt HM fyrir 20 árum síðan þá var landslið þjóðarinnar í fimm mánaða æfingabúðum. Það komst alla leið í undanúrslitin en tapaði fyrir Þýskalandi. Planið er að hópurinn nýti tímann í að vinna að leikáætlun sinni og þrói um leið liðsanda og aukinn skilning milli leikmanna.

En lið í deidlinni í Katar verða án lykilmanna í mörgum leikjum; þar má nefna framherjann Almoez Ali hjá Al-Duhail og vængmanninn Akram Afif sem spila fyrir meistarana í Al-Sadd.

„Að spila ekki mótsleiki er ókostur. Það er ekkert að tapa eða vinna í æfingaleikjum. En það er reynt að búa til betri liðsheild því leikmennirnir eru ekki svo góðir sem einstaklingar," segir heimildarmaðurinn.

Það verður þó ekki algjör heragi í þessum æfingabúðum, fjölskyldur leikmanna geta komið í heimsóknir og varið frítíma sínum með þeim.

Auk Ekvador er Katar í riðli með Senegal og Hollandi á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner