banner
   fim 28. júlí 2022 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds stal Perkins af West Ham (Staðfest)
Mynd: EPA

Leeds United er búið að stela hinum 18 ára gamla Sonny Perkins af West Ham United.


Perkins er gríðarlega efnilegur framherji með 7 mörk í 14 leikjum fyrir yngri landslið Englendinga. Hann kom við sögu í þremur leikjum með West Ham á síðustu leiktíð en hafnaði svo nýju samningstilboði og yfirgefur félagið á frjálsri sölu.

Perkins mun æfa með U21 liði Leeds en Hamrarnir vildu halda honum innan sinna raða og hafa stjórnendur félagsins sagst vera vonsviknir með ákvörðun táningsins.

Perkins gerir þriggja ára samning við Leeds og mun freista þess að nýta hverja einustu mínútu sem hann fær með aðalliðinu.

Perkins er uppalinn hjá Leyton Orient en hefur verið hjá West Ham undanfarin þrjú ár. Hann var eftirsóttur af fleiri úrvalsdeildarfélögum en valdi Leeds.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner