Anna Rakel Pétursdóttir var gríðarlega sátt eftir 2-0 sigur Þórs/KA gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna.
Sigurinn tryggði Akureyringum annan Íslandsmeistaratitilinn í sögunni og hefur Önnu dreymt þessa stundu lengi.
Sigurinn tryggði Akureyringum annan Íslandsmeistaratitilinn í sögunni og hefur Önnu dreymt þessa stundu lengi.
„Tilfinningin er ólýsanleg, manni hefur dreymt um þetta frá því að maður var smákrakki þannig að þetta er frábært," sagði Anna.
„Það var léttir að skora, ég viðurkenni það. Við vissum samt allar að við vorum að fara að skora, við vorum bara að hugsa um að halda hreinu.".
Anna Rakel var valin í landsliðið á dögunum og býst við að vera áfram hjá Þór/KA næsta sumar.
Athugasemdir