Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   lau 28. september 2019 16:38
Kristófer Jónsson
Gústi Gylfa: Nokkur lið búin að hafa samband
Gústi stýrði sínum síðasta leik fyrir Breiðablik í dag.
Gústi stýrði sínum síðasta leik fyrir Breiðablik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari Breiðabliks í 2-1 tapi gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Þetta var 50/50 leikur. KR-ingar eru með gæði og við gerðum okkar besta. Náum að minnka muninn í 2-1 og sýndum smá karakter." sagði Gústi eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 KR

Breiðablik endaði tímabilið í öðru sæti deildarinnar, fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, og er þetta í annað skipti á tveimur árum sem að Gústi nær silfrinu. Honum var tilkynnt í vikunni að hann fengi ekki að halda áfram með Breiðablik á næsta tímabili. En hvernig var tilfinning að stýra þeim í dag vitandi að þetta væri hans síðasti leikur?

„Það var bara fínt. Við erum með flott lið og flotta liðsheild. Við vissum að þetta yrði erfitt verkefni en spilamennskan var flott í dag þótt við náðum ekki að vinna þannig að við göngum sáttir frá borði."

Búast má við einhverjum hræringum í þjálfaramálum á Íslandi og segir Gústi að það séu strax byrjaðar þreifingar fyrir nýju starfi hjá sér.

„Ég fékk ekki að vita neina ástæðu fyrir brottrekstrinum en ég er þakklátur fyrir minn tíma hér. Það eru nokkur lið búin að hafa samband við mig og við fáum að sjá á næstu vikum hvað gerist í framhaldinu." sagði Gústi að lokum en þar talar hann um bæði lið í Pepsi Max-deildinni og Inkasso-deildinni.

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner