Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 28. september 2019 16:38
Kristófer Jónsson
Gústi Gylfa: Nokkur lið búin að hafa samband
Gústi stýrði sínum síðasta leik fyrir Breiðablik í dag.
Gústi stýrði sínum síðasta leik fyrir Breiðablik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari Breiðabliks í 2-1 tapi gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Þetta var 50/50 leikur. KR-ingar eru með gæði og við gerðum okkar besta. Náum að minnka muninn í 2-1 og sýndum smá karakter." sagði Gústi eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 KR

Breiðablik endaði tímabilið í öðru sæti deildarinnar, fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, og er þetta í annað skipti á tveimur árum sem að Gústi nær silfrinu. Honum var tilkynnt í vikunni að hann fengi ekki að halda áfram með Breiðablik á næsta tímabili. En hvernig var tilfinning að stýra þeim í dag vitandi að þetta væri hans síðasti leikur?

„Það var bara fínt. Við erum með flott lið og flotta liðsheild. Við vissum að þetta yrði erfitt verkefni en spilamennskan var flott í dag þótt við náðum ekki að vinna þannig að við göngum sáttir frá borði."

Búast má við einhverjum hræringum í þjálfaramálum á Íslandi og segir Gústi að það séu strax byrjaðar þreifingar fyrir nýju starfi hjá sér.

„Ég fékk ekki að vita neina ástæðu fyrir brottrekstrinum en ég er þakklátur fyrir minn tíma hér. Það eru nokkur lið búin að hafa samband við mig og við fáum að sjá á næstu vikum hvað gerist í framhaldinu." sagði Gústi að lokum en þar talar hann um bæði lið í Pepsi Max-deildinni og Inkasso-deildinni.

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner