Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   mið 28. september 2022 19:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Mark Dagnýjar dugði skammt gegn meisturunum

Chelsea W 3 - 1 West Ham W
0-1 Dagný Brynjarsdóttir ('3 )
1-1 Francesca Kirby ('40 )
2-1 Sam Kerr ('58 )
3-1 Millie Bright ('62 )


Chelsea fékk West Ham í heimsókn í fyrsta leik þriðju umferðar í efstu deild kvenna á Englandi í kvöld.

Dagný Brynjarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði West Ham og með fyrirliðabandið að vanda. Hún lét til sín taka eftir rúmlega tveggja mínútna leik þegar hún skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu og kom West Ham í forystu.

Dagný var alein og óvölduð inn á vítateignum, fékk frían skalla og setti boltann glæsilega í fjærhornið.

Chelsea náði að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks og þær bláklæddu skoruðu síðan tvö mörk í þeim síðari og unnu að lokum 3-1 sigur. West Ham er í 7. sæti með 3 stig en Chelsea, sem eru ríkjandi meistarar eru með sex stig í 3. sæti.


Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 16 14 2 0 45 10 +35 44
2 Arsenal W 16 11 3 2 41 13 +28 36
3 Manchester Utd W 16 11 3 2 30 9 +21 36
4 Manchester City W 16 10 2 4 37 20 +17 32
5 Brighton W 16 6 4 6 23 27 -4 22
6 Liverpool W 16 6 3 7 17 25 -8 21
7 Tottenham W 16 5 2 9 20 34 -14 17
8 Everton W 16 4 4 8 15 25 -10 16
9 West Ham W 16 4 3 9 21 31 -10 15
10 Leicester City W 16 3 3 10 10 24 -14 12
11 Aston Villa W 16 2 4 10 16 32 -16 10
12 Crystal Palace W 16 2 3 11 15 40 -25 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner