Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   fim 28. september 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Gravenberch svarar spurningum stuðningsmanna í dag
Mynd: Liverpool
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch mun svara spurningum á samskiptamiðlinum Reddit i dag.

Gravenberch samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool undir lok gluggans.

Þessi stóri og stæðilegi miðvallarleikmaður var keyptur frá þýska félaginu Bayern München, en hann gæti byrjað sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool um helgina.

Áður en það gerist mun hann sitja fyrir svörum á Reddit í dag en hann byrjar að svar spurningum klukkan 17:00 á íslenskum tíma.

Áhugasamir stuðningsmenn Liverpool, Bayern eða jafnvel Ajax geta því sent honum spurningar, en tengilinn má finna hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að fara inn á síðu Reddit


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner