Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Celtic í sjaldséðri lægð - „Hljóma eins og Donald Trump með falsfréttirnar"
Mynd: Getty Images
„Það er enginn sem kemur upp að mér og segist vilja að ég verði rekinn frá Celtic," segir Neil Lennon, stjóri Celtic. Celtic hefur gengið mjög brösulega að undanförnu.

Celtic er í 2. sæti skosku úrvalsdeildarinnar, sex stigum á eftir Rangers en á leik til góða á toppliðið. Celtic hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum í öllum keppnum og gert eitt jafntefli. Það telst til tíðnda hjá félaginu sem svo oft er með algjöra yfirburði.

„Það er ekkert sem réttlætir það að ég verði rekinn, gjörsamlega ekki neitt. Fólk má skrifa það sem það vill í fjölmiðlum en verða að sinna vinnu sinni fagmanlega."

„Sumir segja að ég geri hitt og þetta á æfingasvæðinu en það veit enginn hvað ég geri þar. Ég vinn með þjálfurum og leikmönnum en ég heyri alls konar rugl. Alls konar kenningar um hitt og þetta. Núna hljóma ég eins og Donald Trump með 'fake news' en svona er staðan. Leikmenn þurfa nokkrir að finna sitt rétta form en það er ekkert vesen nema með úrslitin að undanförnu."

„Mér líður ekki eins og ég sé undir pressu. Ég er ósáttur með gengið að undanförnu en ég vil meina að ég sé rétti maðurinn í starfið,"
sagði Lennon að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner