Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Marseille krupu ekki á kné líkt og leikmenn City
Aðsent skjáskot úr útsendingu BT Sport.
Aðsent skjáskot úr útsendingu BT Sport.
Mynd: Skjáskot
Það vakti athygli fyrir leik Marseille og Manchester City í Meistaradeildinni í gær að ekki allir leikmenn krupu á kné.

Leikmenn víðsvegar í heiminum hafa kropið á kné áður en leikar hefjast síðustu mánuði. Þessu taka áhorfendur eftir og er þetta hefð sem einhverjar deildir halda í.

Athöfnin er stuðningur við Black Lives Matter. Fyrir alla leiki í ensku úrvalsdeildinni, svo dæmi sé tekið, krjúpa allir leikmenn á kné.

Samkvæmt umfjöllun Sportsbible í gærkvöldi þá er ekki lengur haldið í þessa hefð í frönsku deildinni og þess vegna krupu leikmenn Marseille ekki í gær. Dómarinn og leikmenn City hins vegar gerðu það.

Manchester City vann leikinn 0-3 með mörkum frá Ferran Torres, Raheem Sterling og Ilkay Gundogan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner