Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tímabil sem fer í sögubækurnar
Arnór Ingvi Traustason er búinn að spila 28 af 33 leikjum New England á þessari leiktíð
Arnór Ingvi Traustason er búinn að spila 28 af 33 leikjum New England á þessari leiktíð
Mynd: Getty Images
Íslenski vængmaðurinn Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í bandaríska liðinu New England Revolution settu met í MLS-deildinni í nótt í 1-0 sigrinum á Colorado Rapids.

Kanadíski leikmaðurinn Tajon Buchanan skoraði sigurmark New England á 88. mínútu og er liðið nú með 73 stig þegar aðeins einn leikur er eftir.

New England er búið að vinna austur-deildina og það nokkuð örugglega. Liðið er með ótrúlega yfirburði í MLS-deildinni þetta árið og í nótt var slegið stigametið í deildinni.

Liðið er nú með 73 stig þegar ein umferð er eftir og er búið að bæta stigamet Los Angeles FC frá 2019 en þá endaði liðið tímabilið með 72 stig.

Arnór Ingvi kom inná sem varamaður undir lok leiksins. Hann er búinn að spila 28 leiki á þessu tímabili, skora tvö mörk og leggja upp fimm.
Athugasemdir
banner
banner