Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Williams: Sem betur fer fór boltinn í smettið á mér
Neco Williams fórnaði sér fyrir liðið
Neco Williams fórnaði sér fyrir liðið
Mynd: Getty Images
Neco Williams, leikmaður LIverpool, átti fínan leik er liðið vann Preston 2-0 í enska deildabikarnum í gær en hann lagði upp bæði mörk liðsins.

Williams er tvítugur hægri bakvörður sem hefur verið á mála hjá Liverpool frá því hann var átta ára gamall.

Hann hefur spilað þrjá leiki á þessari leiktíð og nýtt þær mínútur vel. Velski leikmaðurinn á aðeins sjö mínútur í úrvalsdeildinni þar sem hann lagði upp mark gegn Watford.

Williams var í byrjunarliðinu gegn Preston í gær og lagði upp fyrra markið fyrir Takumi Minamino og færðist svo hærra á völlinn í þeim síðari. Hann átti stóran þátt í seinna markinu sem Divock Origi skoraði.

„Preston er gott lið og gáfu okkur alvöru leik. Við spiluðum kannski ekkert alltof vel en við gerðum nóg til að ná í sigurinn og við erum ánægðir með það. Liðið skilaði góðri vakt," sagði Williams.

Williams bjargaði á línu í fyrri hálfleik eftir mikla atlögu frá Preston en hann man þó ekki mikið eftir atvikinu.

„Ég fékk boltann beint á munninn og man ekki mikið. Ég var þarna á línunni og fannst ég eiga góðan möguleika á að koma í veg fyrir mark. Sem betur fer fékk ég hann í smettið og kom í veg fyrir markið."

„Ég reyndi að spila eins hátt uppi og ég gat. Ég hefði átt að skora en það skiptir ekki máli. Vonandi tekst mér það í næsta leik. Mér fannst ég gera vel og gaf allt sem ég átti í þetta. Ég fékk smá krampa í lokin ætli það sé ekki eðlilegt eftir alla þessa vinnu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner