Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 28. október 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
England og Brasilía mætast í Finalissima í apríl
Mynd: EPA

Stórlið Englands og Brasilíu mætast í Finalissima úrslitaleik 6. apríl þar sem sigurvegarar EM mæta sigurvegurum Copa America.


Þetta er fyrsta Finalissima viðureignin sem er haldin í kvennaflokki en sú fyrsta í karlaflokki var haldin í sumar þegar Ítalía steinlá á móti Argentínu

Viðureignin fer fram á Wembley leikvanginum í London þar sem enska kvennalandsliðið vann EM í sumar eftir sigur gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum.

Liðin munu líta á þennan leik sem góða æfingu fyrir HM sem verður haldið í Eyjaálfu næsta sumar. Það verður í raun vetur í Eyjaálfu, enda er alltof heitt á sumrin til að halda stórmót í fótbolta.

Miðasala hefst núna á mánudaginn, 31. október, klukkan 10:00 og verður hægt að kaupa miða á vefsíðu Wembley. Miðaverð verður lágt þar sem ódýrustu fullorðinsmiðarnir kosta aðeins 15 pund, eða rétt tæpar 2500 krónur.


Athugasemdir
banner
banner
banner