Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 28. október 2024 11:30
Innkastið
Besti dómarinn 2024 - Erfitt ár fyrir dómarana en Villi skaraði framúr
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu var Besta deildin 2024 gerð upp. Tilkynnt var um val á dómara ársins en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómari tímabilsins.

Þetta var að mörgu leyti erfitt tímabil fyrir dómarana sem fengu mikla gagnrýni en Vilhjálmur Alvar sýndi góða frammistöðu í gegnum allt tímabilið. Það kom því ekki á óvart þegar hann fékk það verkefni að dæma lokaleik deildarinnar, úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn.

„Mér fannst hann dæma úrslitaleikinn mjög vel. Auðvitað voru brot hér og þar sem orkuðu tvímælis en hann höndlaði leikinn vel og var með góða stjórn. Hann var með sömu línu allan leikinn," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

Þetta er í annað sinn sem Fótbolti.net velur Vilhjálm Alvar dómara ársins en hann fékk nafnbótina líka 2017.

Sjá einnig:
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2023
Jóhann Ingi Jónsson dómari ársins 2022
Jóhann Ingi Jónsson dómari ársins 2021
Ívar Orri Kristjánsson dómari ársins 2020
Ívar Orri Kristjánsson dómari ársins 2019
Þóroddur Hjaltalín dómari ársins 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari ársins 2017
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Innkastið - Grimmir Blikar verðskuldaðir meistarar
Athugasemdir