Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. nóvember 2021 12:25
Aksentije Milisic
Man Utd mun ekki kaupa Vlahovic í janúar
Mynd: EPA
Manchester United hefur áhuga á Dusan Vlahovic, sóknarmanni Fiorentina á Ítalíu.

Vlahovic hefur verið frábær í treyju Fiorentina en þessi 21 árs gamli framherji hefur skorað eins og óður maður á þessu ári.

United hefur fylgst með leikmanninum og sett sig í samband við Fiorentina en félagið vill fá 55 milljónir punda fyrir hann í janúar glugganum. Það mun hafa fælt enska félagið frá í bili.

Samningur Vlahovic rennur út árið 2023 og vill ítalska félagið framlengja við Serbann. Hann vill hins vegar ekki skrifa undir framlengingu.

Fiorentina gæti halað inn peningum á honum í janúar en mörg félög eru að hugsa sig tvisvar um þegar þau sjá upphæðina sem félagið vill. Hann mun að öllum líkindum ekki fara fyrr en í janúar.

Juventus, Arsenal, Newcastle, Tottenham, Man Utd og Bayern Munchen fylgjast öll grannt með gangi mála.

Vlahovic mun taka þátt á HM í Katar á næsta ári en hann spilaði í dramatískum sigri Serbíu á Portúgal í lokaleik riðilsins þar sem Serbarnir skoruðu á síðustu mínútu leiksins og fóru áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner