Brasilía hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum

Brasilía 1 - 0 Sviss
1-0 Casemiro ('83 )
1-0 Casemiro ('83 )
Brasilía vann Sviss 1-0 í G-riðli HM og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum.
Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill. Vinicius Jr fékk besta færi fyrri hálfleiks en náði ekki að stýra boltanum almennilega, Yann Sommer varði marktilraun hans.
Á 65. mínútu fagnaði svo Vinicius Jr. gríðarlega þegar hann náði að skora. En markið taldi ekki, eftir VAR skoðun kom í ljós að Richarlison hafði verið rangstæður í aðdraganda marksins.
Margir héldu að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli þegar Casemiro, miðjumaður Manchester United, skoraði hreint frábært mark á 83. mínútu. Eftir flotta sókn og stoðsendingu frá varamanninum Rodrygo tók Casemiro boltann í fyrsta og skoraði með glæsilegu þéttingsföstu skoti. Boltinn hafði viðkomu í afturenda Manuel Akanji áður en hann fór inn.
Sanngjarn sigur Brasilíu sem var nær því að bæta við en Sviss að jafna. Fyrir lokaumferðina er Brasilía með sex stig, Sviss þrjú en Kamerún og Serbía eitt stig hvort lið.
Nú fær markið að standa - Brasilía er komið yfir á móti Sviss og það er Casemiro er á þetta mark pic.twitter.com/JSx3y3XIlJ
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 28, 2022
Athugasemdir