Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr: Orðrómarnir skipta engu máli
Freysi á erfitt verkefni fyrir höndum sér í belgísku fallbaráttunni.
Freysi á erfitt verkefni fyrir höndum sér í belgísku fallbaráttunni.
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson er núverandi þjálfari Kortrijk í belgísku fallbaráttunni og hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá A-landsliði karla.

Hann gefur lítið fyrir þá orðróma þó hann búi yfir góðri reynslu sem A-landsliðsþjálfari kvenna og sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.

„Þetta skiptir engu máli. Það er eðlilegt að fjölmiðlar tali um nafnið mitt því ég hef áður starfað fyrir KSÍ," sagði Freyr á fréttamannafundi fyrir komandi leik Kortrijk í belgíska boltanum.

„Ég er ánægður að fólkið heima sé ekki búið að gleyma mér en ég er enn ungur þjálfari og þessir orðrómar skipta engu máli núna."

Patrik Sigurður Gunnarsson er aðalmarkvörður Kortrijk en hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarið. Freyr staðfesti á fréttamannafundinum að Patrik sé búinn að jafna sig af meiðslum og getur því verið með gegn KV Mechelen á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner