Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael segist núna vilja framlengja: Finnst það mjög góð hugmynd
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson var mjög eftirsóttur áður en félagaskiptaglugginn lokaði í janúar. Kortrijk í Belgíu og Lecce á Ítalíu gerðu tilboð í hann sem AGF hafnaði.

Mikael var á þeim tíma sagður spenntur fyrir því að fara í sterkari deild en núna segir hann við Bold að hann hafi áhuga á því að framlengja í Árósum. Þetta þykir nokkuð óvænt.

„Hver segir að ég vilji yfirgefa AGF? Ég hef verið að ræða við yfirmenn mína um að framlengja samninginn minn," segir Mikael.

„Það þurfa að vera tveir áhugsamir aðilar sem koma að borðinu. Ég veit ekkert hvað gerist í sumar. Það er fólkið sem ræður sem ákveður það."

Þykir honum góð hugmynd að framlengja samning sinn?

„Mér finnst það mjög góð hugmynd."

Núgildandi samningur Mikaels rennur út árið 2026 en hann segist ánægður hjá félaginu og bætir hann við að það sé mikill uppgangur hjá AGF.
Athugasemdir
banner
banner
banner