Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fim 29. febrúar 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Rashford fengið sig fullsaddan af umræðunni - „Ég er ekki fullkomin manneskja“
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, hefur fengið sig fullsaddan af skrifum fjölmiðla um hann, fjölskyldu hans og hollustu hans til enska félagsins.

Enskir fjölmiðlar eru duglegir að skrifa um Rashford og hans mistök.

Á dögunum fór hann í ferð til Belfast í Norður-Írlandi þar sem hann skemmti sér tvo daga í röð og hringdi sig síðan inn veikan á æfingu.

Það vakti mikla athygli og var Rashford settur í skammarkrókinn, þó aðeins í skamma stund áður en hann snéri aftur á völlinn. Þá hefur oft verið ritað og talað um hann á neikvæðan hátt í fjölmiðlum, en hann er kominn með nóg og biður þá nú um að sýna manngæsku.

„Ég er ekki að reyna að ráðast á fjölmiðla. Ég skil hvernig leikurinn virkar, veistu hvað ég meina?“ byrjaði Rashford á að segja í viðtalinu áður en hann lét allt flakka.

„Þeir eru í raun ekki að skrifa um mig, það er eins og þeir séu að skrifa um þennan karakter “Marcus Rashford“. Það getur ekki verið að þetta snúist bara um mig sem 26 ára strák sem skoðar næturlífið og fær stöðumælasekt. Þetta snýst alltaf um hvað bíllinn minn kostar, giskað á laun mín, hvaða skartgripi ég er með og jafnvel húðflúrin mín. Það er alltaf tala um líkamstjáningu mína og efast um siðferði mitt. Þeir spekúlera um fjölskyldu mína, framtíð mín í fótboltanum. Það er tónn þarna sem á ekki við um alla fótboltamenn. Ég held að það sé best að láta þar kyrrt liggja.“

„Ég held að eitthvað af þessu á uppruna sinn að kórónuveirufaraladrinum. Ég var að reyna að nota rödd mína til að sjá til þess að krakkarnir væru ekki hungraðir, því ég þekki þá tilfinningu aðeins of vel. Af einhverri ástæðu þá fór það illa í ákveðnar manneskjur. Það er eins og það fólk hafi beðið eftir því að ég eigi eitthvað mennskt augnablik svo það geti bent á mig og sagt: „Sjáðu? Sjáðu hver hann er í raun og veru“.“

„Ég er ekki fullkomin manneskja. Þegar ég geri mistök þá er ég fyrstur til að viðurkenna þau og segja að ég þurfi að gera betur, en ef þú efast einhvern tímann um hollustu mína til Manchester United þá þarf ég að tjá mig. Það er eins og einhver væri að efast um persónueinkenni mitt og allt sem ég stend fyrir sem maður. Hér ólst ég upp og hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði peningum sem hefðu breytt lífi þeirra þegar ég var strákur, bara svo ég gæti spilað fyrir félagið.“

„Ég get tekið hvaða gagnrýni eða fyrirsögn sem er, hvort sem það sé í hlaðvarpsþætti, samfélagsmiðli eða í blöðunum. Ég get tekið því en ef þú ferð að efast hollustu mína til Man Utd eða ást minni á fótbolta, ásamt því að draga fjölskyldu mína inn í þetta, þá verð ég hreinlega að biðja ykkur um að sýna smá manngæsku,“
sagði hann við Player's Tribune.
Athugasemdir
banner
banner
banner