Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Englandmeistararnir leyfa heilbrigðisyfirvöldum að nýta leikvanginn
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester City hefur gefið heilbrigðisyfirvöldum (NHS) á Englandi fullan aðgang að Etihad leikvanginum, heimavelli liðsins.

NHS má nota leikvanginn á hvern þann hátt sem það getur. Búið er að aflýsa öllum leikjum til 30. apríl hið minnsta og hafa meistararnir því ekki þörf á að nýta leikvanginn þessa dagana.

Heiðurstúka vallarins og svæðið sem henni fylgir verður nýtt í að þjálfa og undirbúa hjúkrunarstarfsfólk á meðan veiran herjar á landið.

City er ennað félagið í deildinni til að bjóða afnot af heimavelli sínum en Watford gerði slíkt hið sama fyrr í þessari viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner