Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Dómarinn biðst afsökunar á að hafa svipt Ronaldo marki
Ronaldo var ekki svona glaður á laugardaginn.
Ronaldo var ekki svona glaður á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Hollenski dómarinn Danny Makkelie hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki dæmt mark þegar Cristiano Ronaldo kom boltanum yfir línuna undir lokin í 2-2 jafntefli gegn Serbum í undankeppni HM um helgina.

Stefan Mitrovic náði tæklingu við marklínuna en sjónvarpsupptökur sýndu að boltinn var allur inni.

Ronaldo var trylltur yfir atvikinu enda hefði verið um að ræða sigurmark. VAR er ekki í undankeppni HM né marklínutækni en Makkeli hefur beðist afsökunar fyrir hönd dómaratríósins.

„Út af reglum FIFA er það eina sem ég gat sagt að ég bið landsliðsþjálfarann Fernando Santos og portúgalska liðið afsökunar á því sem gerðist," sagði Makkelie.

„Sem dómaralið þá leggjum við alltaf hart að okkur til að taka góðar ákvarðanir. Þegar þú ert í fréttunum þá gerir það okkur ekki ánægða."
Athugasemdir
banner
banner
banner