Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 29. mars 2021 23:41
Victor Pálsson
Ítrekar að Salah verði valinn í U23 hópinn - Myndi missa af undirbúningstímabilinu
Shawky Garib, landsliðsþjálfari U23 liðs Egyptalands, hefur ítrekað það að hann ætli að velja Mohamed Salah á Ólympíuleikana í sumar.

Ólympíuleikarnir verða haldnir frá 23. júlí til 8. ágúst en þrír leikmenn yfir 23 ára aldur mega vera valdnir í hópinn.

Salah hefur spilað afar mikið af leikjum með Liverpool á tímabilinu og verður væntanlega þreyttur í sumar.

Það er þó enn vilji Egyptalands að Salah spili á mótinu en hann myndi þá einnig missa af undirbúningstímabili Liverpool.

Hann væri því í hættu á að missa af fyrsta leik Liverpool í deildinni á næsta tímabili.

Liverpool tekur ekki vel í það að Egyptaland ætli að velja Salah en hvort það verði eitthvað úr því kemur í ljós síðar.
Athugasemdir
banner